Fatherhood Samanburðarskýrsla
Niðurstöður Gap-greiningarinnar benda til þess að feður vilji og þurfi betri stuðning og upplýsingar um föðurhlutverkið. Niðurstöðurnar sýna einnig að fræðsluefni og námskeið um umönnun barna eru ekki alltaf aðgengilegar fyrir feður og miða frekar að þörfum mæðra. Flestir feður í samstarfslöndunum töldu að mæður og konur væru betur undirbúnar fyrir foreldrahlutverkið og að þær hefðu oft betri tengsl og getu til að sinna barninu fyrstu vikurnar eða mánuðina.
Í öllum löndunum hafa orðið verulegar breytingar á síðasta áratug varðandi föðurhlutverkið þar sem feður í öllum samstarfslöndum hafa sýnt aukinn áhuga og taka aukinn þátt í lífi barna sinna. Fjallað er um hvernig þessar breytingar hafa stuðlað að aukinni þörf feðra fyrir fræðslu og fyrirmyndir sem endurspegla að hlutverk feðra er allt annað í dag en þegar þeir voru sjálfir að alast upp. Það var líka athyglisvert að breytingarnar á föðurhlutverkinu virðast ekki hafa haft sömu áhrif á kerfi og stefnu stjórnvalda er kemur að forsjá barna en mörgum feðrum finnst að kerfið sé hliðhollara konum.
Í öllum samstarfslöndunum er forsjá oftar tengd móður en föður. Í GAP greiningunni kemur fram að feður vilja taka meiri þátt í lífi barna sinna, það er oft erfitt sökum þess að þá skortir stuðning og fjárhagslegan hvata. Í öllum samstarfslöndunum töldu sumir feðranna að þeir bæru ábyrgð á að afla tekna til heimilisins og í sumum tilfellum höfðu feðurnir ekki fjárhagslegt svigrúm til að eyða eins miklum tíma með börnum sínum og þeir vildu. Þessi vandamál tengjast aðstæðum á vinnumarkaði og í gagnaöflun og viðtölum kom í ljós að konur eru mun líklegri til að eyða meiri tíma heima, sjá um heimilið og hætta að vinna eftir barneignir.