Um verkefnið
Verkefnið byggir á nýrri nálgun er kemur að stuðningi og þjálfun ungra feðra sem markhóp verkefnisins. Markmiðið er að valdefla og þjálfa unga feður til að taka virkan þátt í uppeldinu.
Verkefnið The Fatherhood, gender roles and parenting miðar að því að mæta þörf ungra feðra (18-30 ára) fyrir þjálfun og stuðning í foreldrahlutverkinu. Verkefnið byggir á nýrri nálgun í stuðningi og þjálfun ungra feðra sem er markhópur verkefnisins. Markmiðið er að valdefla og þjálfa unga feður til að taka virkan þátt í uppeldi barna sinna. Lokaafurð verkefnisins verður opið menntaefni og þjálfun aðgengileg á netinu fyrir unga feður á tungumálum samstarfsaðila, ensku, spænsku, grísku og íslensku.
Jafningjar eða ungir feður munu taka þátt í tilraunaþjálfun og myndbandagerð, 4-6 frá hverju samstarfslandi. Þeir munu taka þátt í samstarfsneti Fatherhood 8-10 aðila, fagfólks og feðra í hverju landi sem tekur þátt í þróun verkefnisins. Alls munu 40
ungir feður taka þátt í verkefninu og veita endurgjöf varðandi þróun afurða verkefnisins. Ófyrirséður fjöldi feðra mun fylgjast með niðurstöðum verkefnisins annað hvort í einstökum myndböndum eða með því að nýta sér þjálfunina.
Fatherhood þjálfunin felur í sér opið menntaefni og myndbönd. Opið menntaefni Fatherhood var hannað og byggt á aðferðum jákvæðrar sálfræði, tilfinningagreindar, núvitundar og markþjálfunar auk þess að byggja á niðurstöðum gloppu og þarfagreiningar. Útbúið verður yfirlit/námskrá þar sem farið er yfir aðferðafræði með vísan í námsefni sem hægt er að yfirfæra á önnur svæði/lönd og hópa innan Evrópu. Fatherhood myndböndin bygja á viðtölum við 4-6 fagaðila og 4-6 unga feður frá hverju þátttökulandi, tekin á móðurmáli viðkomandi lands og textuð.
Samstarfsaðilar verkefnisins trúa því að verkefnið muni hafa mikil áhrif á unga feður og að opna menntaefnið sem þróað var í verkefninu geti orðið sjálfbært og hagnýtt bæði fyrir feður og þá sem bjóða upp á þjálfun og stuðning við þá. Hægt er að nota námsefnið að hluta eða öllu leyti til sjálfsnáms og til að skipuleggja námskeið og vinnustofur í stað- eða fjarnámi.
Afurðir verkefnisins
GAP greining
Greining á aðstæðum og umhverfi tengdu föðurhlutverkinu. Uppeldi, réttindi og skyldur í lögum ESB og núverandi staða varðandi þátttöku kynjanna í uppeldi barna sinna, gagnaöflun (desk-research), val á og viðtöl við hag- og fagaðila um núverandi kerfi og stefnu um forsjá og uppeldi sem og þann stuðning sem er til staðar.
Fatherhood valdeflandi þjálfun
Þjálfun til að hvetja og valdefla unga feður. Stuðst verður við aðferðir jákvæðrar sálfræði og tilfinningagreindar, unnið með persónulegan styrkleika og sjálfstiltrú.
Fatherhood myndbönd feður
Myndbönd með viðtölum við feður hafa það að markmiði að valdefla unga feður og hvetja þá til að deila reynslu sinni af föðurhlutverkinu með öðrum.